Niðurstöður Þjóðfundar 2010
Þjóðfundur um stjórnarskrá var haldinn í Laugardalshöll í Reykjavík laugardaginn 6.nóvember 2010.
Fundinn sóttu 950 manns af landinu öllu, frá 18 ára til 91 árs að aldri og var kynjaskipting nánast jöfn.
Auk þeirra komu um 200 aðstoðarmenn af ýmsu tagi að fundinum.
Fundurinn þótti takast með afbrigðum vel og töldu nær allir þátttakendur að niðurstöður hans myndu nýtast stjórnlagaþingi við vinnu þess að nýrri stjórnarskrá.
Skipulag fundarins
Fundinum var skipt í verkþætti sem dýpkuðu sífellt umræðu um viðfangsefni fundarins – stjórnarskrá lýðveldisins.
Meginviðfangsefni fundarins var innihald stjórnarskrár og þar með helstu þættir hennar.
Í fyrstu hafði verið fjallað um þau gildi sem fundarmenn vilja að lögð séu til grundvallar nýrri stjórnarskrá og voru þau flokkuð í átta meginflokka. Innihald stjórnarskrárinnar var síðan rætt út frá þeim.
Þátttakendur greiddu atkvæði annars vegar þeim þáttum sem þeim fannst mestu skipta, og hins vegar þeim þáttum sem þeim fannst fela í sér nýjungar.
Á hverju borði var svo samin setning eða málsgrein um það sem mestu hafði skipt í umræðunni.
Loks gafst þátttakendum tækifæri til að koma persónulegum tilmælum á framfæri við stjórnlagaþing, alþingi, fjölmiðla og aðra.
Fyrir lok fundarins voru gestir beðnir að meta framkvæmd og áhrif fundarins.
Úrvinnsla
Úrvinnsla hófst þegar á fundinum, þar sem hvert borð dró fram megináherslur sínar.
Fimmtíu manna hópur vann áfram að flokkun og framsetningu gagnanna strax að fundinum loknum og var þeirri vinnu fram haldið að morgni sunnudags.
Hér er að finna meginniðurstöður fundarins.
Skoða inntak Þjóðfundar
Tré - Inntak þjóðfundar
Orðaský - Setningar
Hlaða niður skjölum
Öll gögn frá þjóðfundi eru öllum opin og aðgengileg. Gögn eru gefin út undir skilmálum notandaleyfis Skapandi Almennings (Creative Commons Attribution-Share Alike 3.0 Unported License).
Fréttir
The Constitutional Council hands over the bill for a new constitution
04.08.2011 08:10
The Constitutional Council presented the Speaker of Althingi, Mrs. Ásta Ragnheidur Jóhannesdottir, with the bill for a new constitution in Idno on Friday 29 July.
Lesa meiraStjórnlagaráð afhendir frumvarp að nýrri stjórnarskrá
29.07.2011 11:37
Stjórnlagaráð, afhenti forseta Alþingis, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, frumvarp að nýrri stjórnarskrá í Iðnó í dag.
Lesa meiraAðfaraorð frumvarps að nýrri stjórnarskrá samþykkt samhljóða
28.07.2011 17:14
Stjórnlagaráð samþykkti samhljóða í dag aðfaraorð frumvarps að nýrri stjórnarskrá. Aðfaraorðin eru eftirfarandi:
Lesa meiraUndirbúningsferlið
Í lögum um Stjórnlagaþing nr. 90/2010 sem Alþingi setti 16. júní s.l. er kveðið á um skipan tveggja nefnda. Þriggja manna undirbúningsnefnd stjórnlagaþings er ætlað að undirbúa setningu og starfsemi þingsins ásamt undirbúningi þjóðfundar. Sjö manna sjálfstæð stjórnlaganefnd skal annast söfnun og úrvinnslu fyrirliggjandi gagna og upplýsinga um stjórnarskrármálefni sem nýst geta stjórnlagaþingi. Nefndin skal einnig undirbúa og standa að þjóðfundi um stjórnarskrármálefni, vinna úr upplýsingum sem safnast á Þjóðfundi og afhenda stjórnlagaþingi þegar það kemur saman.Enn fremur skal stjórnlaganefnd leggja fram hugmyndir til stjórnlagaþings um breytingar á stjórnarskrá. Sjá frekari kynningar á nefndunum.
Stjórnlagaþing
Í áðurnefndum lögum um Stjórnlagaþing er gert ráð fyrir að sérstakt stjórnlagaþing komi saman til að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Það skal skipað minnst 25 og mest 31 þjóðkjörnum fulltrúa kosnum persónukosningu og er landið þá eitt kjördæmi. Framboðsfrestur til stjórnlagaþings rennur út á hádegi mánudaginn 18. október 2010 og verður kosið til stjórnlagaþings 27.nóvember.
Stjórnlagaþing kemur saman í febrúar 2011 og stendur til 15. apríl, en gæti orðið styttra skv. lögunum, og framlengja má starfstíma þess um allt að tvo mánuði. Þinginu er ætlað að undirbúa frumvarp til stjórnlaga, sem lagt verður fyrir Alþingi til meðferðar. Þjóðfundur og Stjórnlagaþing eru þannig liðir í endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins eins og nánar er mælt fyrir um í lögum nr. 90/2010. Stjórnlagaþing hefur ekki verið kvatt saman síðan Þjóðfundurinn var haldinn í Reykjavík árið 1851.
Hugtakið Stjórnlagaþing er ekki fastmótað, en eins og nafnið gefur til kynna er hlutverk þess að breyta eða semja ný stjórnlög eða reglur um stjórnskipun ríkis. Þar sitja venjulega þjóðkjörnir fulltrúar, oftast af þjóðþingum. Slík þing hafa verið haldin víða um heim og marka oft upphaf nýrra ríkja eða nýrra stjórnarhátta í ríki eftir stríðsátök, byltingu eða niðurbrot í þjóðfélagsskipan sem valdið hefur stjórnlagakreppu.
Stjórnlagaþing hvílir á þeim meginstoðum hvers lýðræðisþjóðfélags að allt vald komi frá þjóðinni og því skuli stjórnlög sett af fulltrúum fólksins. Þjóðkjörnum fulltrúum er falið að setja grundvallarreglur um æðstu stjórn og skipulag ríkisins, uppsprettu ríkisvalds, verkefni handhafa ríkisvaldsins, verkaskiptingu þeirra og valdmörk.