Skráning þátttakenda

Á Þjóðfundi 2010 var markmiðið fyrst og fremst að fá fram þau grunngildi sem Íslendingar vilja byggja samfélag sitt á. Alls ekki var ætlast til sérþekkingar á stjórnarskrá Íslands, stjórnarskrám annarra landa eða stjórnsýslu .

Hlutverk þátttakenda

Á fundinum sat hver þátttakandi við hringborð, þar sem hlutlaus sérþjálfaður borðstjóri stýrði umræðum eftir ákveðnu skipulagi. Hlutverk þátttakenda við borðið var að tjá sig um tiltekin umræðuefni sem borðstjóri kynnti. Hver þátttakandi fékk ákveðinn tíma til að setja fram hugmyndir sínar. Ekki var ætlast til að menn fjölluðu sérstaklega um skoðanir eða hugmyndir annarra í hópnum heldur fyrst og fremst eigin viðhorfum.

Hlutverk borðstjóra

Við hvert borð var borðstjóri, eða lóðs, sem stjórnaði umræðum. Borðstjórarnir voru ekki valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá, heldur voru sérráðnir einstaklingar sem hafa fengið þjálfun í umræðustjórnun. Þeir tóku því ekki þátt í umræðum heldur áttu að sjá til þess að allir fengju jöfn tækifæri til að tjá sig og að umræðurnar gengu greitt og vel fyrir sig innan gefins tímaramma.

Þátttökuþóknun og ferðastyrkur

Þátttökuþóknun: Allir þjóðfundarfulltrúar sem sátu fundinn fá greidda fundarþóknun kr. 17.500. (Það eru dagslaun þeirra sem koma til með að sitja á stjórnlagaþingi).

Ferðaþóknun: Fundarfulltrúar utan höfuðborgarsvæðisins fá greidda ferðaþóknun, og það er þeirra val hvernig þeir ferðast til Reykjavíkur og aftur. Upphæðin er kr. 30.fyrir hvern kílómeter frá heimili að mörkum höfuðborgarsvæðisins (má finna á www.ja.is (Vegvísir).

Gisting: Við skráningu var þátttakendum utan höfuðborgarsvæðins boðið að gista á hótelum í nágrenni Laugardalshallarinnar. Þurftu þátttakendur að láta vita á þeim tímapunkti, hvort þeir hyggðust nýta sér þá þjónustu og var í boði að gista eina eða tvær nætur. Ekki var hægt að velja hótel sjálfur og því miður er of seint að fara að úthluta hóteli núna, enda stuttur tími til stefnu!

Greiðsla: Greiðsla: Þátttökuþóknun og ferðastyrkur verða greidd inn á bankareikning þátttakanda (upplýsingar gefnar upp við skráningu) 1. desember n.k. ATH. að EKKI þarf að koma með akstursdagbók og skattkorti skal EKKI skilað inn, en greiðslan er verktakagreiðsla. Einfalt og þægilegt, ekki satt?