1500 bjóða sig fram til stjórnlagaþings í Túnis.

07.07.2011 15:39

Hinar ýmsu þjóðir eru ýmist að endurskoða stjórnarskrár sínar um þessar mundir eða að skrifa glænýjar. Færeyingar eru t.d. í fyrsta skipti að skrifa eigin stjórnarskrá, hinar ýmsu kantónur í Sviss eru að endurskoða sínar stjórnarskrár og í Túnis verður kosið til stjórnlagaþings í október á næsta ári. Alls verða kosnir 210 fulltrúar á þingið  og hafa þeir a.m.k. fjögur ár til að ljúka við að skrifa nýja stjórnarskrá. Þeir munu einnig taka við stjórn landsins á tímabilinu. 1500 manns hafa þegar boðið sig fram í Túnis og þeirra á meðal er Mohamed Fadhel Meddeb, verkfræðingur sem hefur búið hér á landi í 9 ár. Hann segir hér frá kosningunum og því sem er framundan í Túnis.

Fara í fréttalista