Stefnuræður fulltrúa á 9.ráðsfundi

19.05.2011 16:03

Stefnuræður fulltrúa á 9.ráðsfundi

Þau, Þorkell Helgason og Dögg Harðardóttir fluttu stefnuræður sínar á 9. ráðsfundi í dag. Dögg fjallaði um 62. grein stjórnarskrárinnar þ.e. tengsl ríkis og kirkju. Hún sagði að krafa um aðskilnað ríkis og kirkju sneri ekki aðeins um lagalega hlið málsins heldur einnig um fólkið í landinu. Það væri óskynsamlegt að afnema 62. grein og rjúfa tengsl ríkis og kirkju nema að undangenginni ítarlegri könnun um málið til að ganga úr skugga um afleiðingarnar, þá þyrfti að eiga sér stað samráð við þjóðina. Þorkell fjallaði um mikilvægi þingræðis og lagði t.d. til að ríkisstjórn væri kosin á Alþingi. Að hans mati eiga æðstu embætti á vettvangi stjórnmála að vera formennska í þingnefndum fremur en ráðherradómur. Þá ræddi hann um kjördæmaskipun og kosningafyrirkomulag og telur mikilvægt að Stjórnlagaráð geri breytingar á því. Hann vill að vægi atkvæða sé jafnt, að landið verði eitt kjördæmi, að persónukjöri sé komið á og að fullur jöfnuður sé með flokkunum á þingi í samræmi við fylgi þeirra á landinu öllu. Hægt er að nálgast upptöku af 9. ráðsfundi hér á vefnum.

Fara í fréttalista