Hvatningarhópur frambjóðenda til Stjórnlagaþings segir einfalt að kjósa

23.11.2010 16:18

Hópur frambjóðenda til Stjórnlagaþings sem kallar sig Hvatningarhóp frambjóðenda hafnar því sem hefur komið fram í fjölmiðlum að flókið sé að kjósa til stjórnlagaþings.  Í tilkynningu sem þeir sendu frá sér í dag kemur fram að  einfalt sé að greiða atkvæði og að ekki eigi að reyna að telja fólki trú um annað. Þar segir enn fremur:

,,Íslenskir kjósendur hafa í áratugi valið flokka, menn og málefni í alþingis- og sveitarstjórnarkosningum. Auk þess hafa kjósendur margoft valið fólk í prófkjörum, svo ekki sé talað um í forsetakosningum. Hingað til hefur það ekki verið talið nauðsynlegt að til séu altæk viðmið um um hvernig kjósendur komist,  eða eigi að komast, að niðurstöðu í sínu vali. Hvatningarhópurinn hafnar því einfaldlega að þessar kosningar valdi kjósendum meiri vanda en venjulegar kosningar. "

Talsmaður hópsins er Fjalar Sigurðarsson en tekið skal fram að hann er ekki í framboði.

Fara í fréttalista