Málþing um grunngildi stjórnarskrárinnar í Skálholti

09.11.2010 11:47

Næsta laugardag, þann 13. nóvember frá kl. 10-17, verður haldið þriðja málþingið í Skálholti um væntanlegt stjórnlagaþing og endurskoðun stjórnarskrárinnar.

Að þessu sinni verður einkum fjallað um þau grunngildi sem stjórnarskráin á að byggja á. Þeir sem flytja erindi á málþinginu eru Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra, Ásgerður Heimisdóttir nemi, Aðalheiður Ámundadóttir, lögfræðingur og Nanna Briem geðlæknir en Geir Guðmundsson mun stýra málþinginu.

Unnið verður í málefnahópum um eftirfarandi atriði: Hvað er lýðræði?, Félagsleg mannréttindi, Stjórnarskrá og framtíðarsýn þjóðarinnar, Þjóðareign og umhverfismál og eftirlit með valdinu.

Nánari upplýsingar má finna hér

Fara í fréttalista