Þjóðarspegillinn - málþing um forseta, valddreifingu og ráðherra

25.10.2010 09:18

Þjóðarspegillinn - málþing um forseta, valddreifingu og ráðherra

Þjóðarspegillinn, ráðstefna félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, verður haldin næsta föstudag 29. október með fjölmörgum málstofum frá öllum deildum sviðsins. Ein málstofa á vegum lagadeildar er helguð stjórnskipunarrétti frá kl. 11:00 - 12:50.

Björg Thorarensen prófessor mun til að byrja með fjalla um stöðu forseta - hvort staða hans sé að mestu táknræn eða hvort forseti hafi með höndum virkar valdheimildir.  Í kjölfarið mun Eiríkur Tómasson prófessor fjalla um valddreifingu milli handhafa ríkisvalds og hvernig sé hægt að tryggja dreifingu valds í íslenskri stjórnskipun. Að lokum mun Gunnar Helgi Kristinsson prófessor taka fyrir samsteypustjórnir og sjálfstæði ráðherra.

Þjóðfundargestir og aðrir áhugasamir um íslenska stjórnskipun og álitamál henni tengdri eru sérstaklega hvattir til að mæta. Málþingið getur gefið góða innsýn inn í núgildandi stjórnskipun og helstu vandkvæði tengd málefnum málstofunar, þ.e. valdheimildir forseta, valddreifingu og stöðu ráðherra.

Heildardagskrá má finna hér

Fara í fréttalista