Íslendingum boðið á þjóðfund

07.09.2010 23:31

Fimm þúsund Íslendingum hefur verið sent boðsbréf á Þjóðfund 2010. Þeir voru valdir af handahófi úr þjóðskrá með svokölluðu slembiúrtaki. Lögin gera ráð fyrir að í Þjóðfundi taki þátt um 1000 manns.

Til að tryggja að þúsund manns mæti á sjálfan Þjóðfundinn voru 4000 til viðbótar kallaðir til og skráðir sem varamenn. Varamenn verða kvaddir til fundar verði forföll hjá aðalfulltrúum.

Þetta er gert til að tryggja að sem flest sæti verði skipuð á Þjóðfundi.

Fara í fréttalista